Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 18. apríl 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Salah kom Liverpool í forystu með marki úr vítaspyrnu
Mynd: Getty Images

Liverpool fékk draumabyrjun á Ítalíu í kvöld þar sem liðið mætir Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.


Enska liðið fékk vítaspyrnu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold fór í höndina á Matteo Ruggeri varnarmann Atalanta.

Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Liverpool þarf að skora tvö mörk í viðbót til að komast í framlengingu og þrjú til að komast áfram í undanúrslitin.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner