„ Þetta var bara stór skemmtilegur leikur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson eftir 4-3 sigur á Þór í dag. „ Við spiluðum vel hérna í 70 mínútur og skorum fjögur fín mörk. Síðan missum við svolítið dampinn síðustu 20 mínúturnar.“
Lestu um leikinn: Þór 3 - 4 Stjarnan
„ Við spiluðum bara okkar fótbolta og okkur gekk kannski aðeins betur með sóknarleikinn í dag heldur en áður. Við komum kannski aðeins hærra á völlinn en áður og við það skorum við mörk“
Aðspurður um markmið sumarsins hafði Rúnar þetta að segja: „ Það er bara að fara í hvern leik og reyna að vinna hann, það er bara markmiðið. Við förum í þessa leiki til að reyna ná í úrslit og það hefur gengið vel hjá okkur hingað til.“
Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir