Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. maí 2022 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Frankfurt og Rangers: Hver vinnur Evrópudeildina?
James Tavernier og Connor Goldson byrja báðir
James Tavernier og Connor Goldson byrja báðir
Mynd: EPA
Rangers og Eintracht Frankfurt eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld en liðin mætast á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Seville og hefst hann klukkan 19:00.

Rangers getur unnið annan Evrópubikar sinn í sögu félagsins en liðið vann síðast keppnina árið 1972 þegar hún kallaðist Evrópukeppni félagsliða.

Skoska liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2008 en á nú möguleika til að bæta það upp.

Eintracht Frankfurt vann síðast þessa keppni árið 1980.

Rangers: McGregor; Goldson, Lundstram, Bassey; Tavernier, Jack, Kamara, Barisic; Wright, Aribo, Kent

Frankfurt: Trapp; Touré, Tuta, N'Dicka; Knauff, Sow, Rode, Kostic; Lindström, Kamada; Borré
Athugasemdir
banner
banner