
Núna klukkan 14:00 flautar Helgi Mikael Jónasson til leiks á Samsungvellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan og Keflavík mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla og hafa byrjunarlið liðanna verið opinberuð.
Stjarnan vann ÍBV í 32-liða úrslitunum á meðan Keflavík vann ÍA og búast má við hörkuleik á Samsungvellinum í dag og er sæti í 8-liða úrslitum undir.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Keflavík
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta deildarleik gegn ÍBV þar sem Stjarnan vann sannfærandi 4-0. Hilmar Árni Halldórsson kemur inn í liðið og Róbert Frosti Þorkelsson fær sér sæti á bekknum.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur gerir sjö breytingar á sínu liði frá tapinu gegn HK í síðustu umferð. Axel Ingi Jóhannesson, Sindri Snær Magnússon, Daníel Gylfason, Sindri Þór Guðmundsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Edon Osmani og Marley Blair koma allir inn í liðið. Nacho Heras, Axel Ingi Jóhannesson, Sindri Snær Magnússon, Dagur Ingi Valsson, Magnús Þór Magnússon eru allir utan hóps hjá Keflavík í dag og þá fær Viktor Andri Hafþórsson sér sæti á bekknum
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Hilmar Árni Halldórsson
0. Björn Berg Bryde
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
Byrjunarlið Keflavík:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon (f)
9. Daníel Gylfason
11. Stefan Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson
19. Edon Osmani
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair
89. Jordan Smylie