
Þróttur Reykjavík og Breiðablik eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Einar Ingi dómari leiksins flautar leikinn af stað kl 16:00.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
Síðasti leikur Breiðabliks var 0-1 sigur á KR en Óskar Hrafn gerir 8 breytingar á liði sínu frá þeim leik. Brynjar Atli, Alex Freyr, Alexander Helgi, Viktor Karl, Ágúst Orri, Klæmint Olsen, Davíð Ingvars og Oliver Stefánsson koma allir inn í byrjunarliðið.
Kristinn Steindórsson er að koma til baka eftir meiðsli og er í leikmannahóp í dag.
Ian Jeffs þjálfari Þróttar gerir 3 breytingar frá síðasta leik. Stefán Þórður, Njörður Þórhalls og Ágúst Karel koma í byrjunarliðið. Ernest Slupski og Emil Skúli taka báðir sér sæti á bekknum, Sam Hewson er utan hóps með Covid veiruna skæðu.
Byrjunarlið Þróttur R.:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
0. Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
3. Stefán Þórður Stefánsson
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
9. Hinrik Harðarson
11. Ágúst Karel Magnússon
32. Aron Snær Ingason
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko
Byrjunarlið Breiðablik:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Oliver Stefánsson
Athugasemdir