
Guðmundur Baldvin Nökkvason var frábær í liði Stjörnunnar í dag er þeir unnu Keflvíkinga mjög sannfærandi 4-0 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
"Við lögðum upp með að keyra á þá allann tímann, gefast ekkert upp, ekkert að hætta. Töluðum um það í hálfleik að alls ekki leyfa þeim að komast inn í leikinn og það gekk svo sannarlega upp í dag"
"Við lögðum upp með að keyra á þá allann tímann, gefast ekkert upp, ekkert að hætta. Töluðum um það í hálfleik að alls ekki leyfa þeim að komast inn í leikinn og það gekk svo sannarlega upp í dag"
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Keflavík
Nú er Jökull Elísabetarson kominn alfarið með lyklana í Garðabænum, er einhver munur á hlutunum í Garðabænum eftir brotthvarf Ágústs Gylfasonar?
" Nei þetta er bara mikið af því sama, þurfum bara að pústa upp ákefðina og láta ekki valta mikið yfir okkur og gefa mikið í þannig það er lítið búið að breytast bara meira intensity í okkar leik"
Það eru sjö uppaldir leikmenn í byrjunarliðinu og tveir aðrir á bekknum í dag, hvernig er að spila þessi leiki með Stjörnunni með svona mikið af Garðbæingum í kringum sig?
" Þetta er bara geggjað, maður er búinn að þekkja þessa stráka síðan maður var lítill krakki, við erum örugglega með betra chemistry en allir aðrir í deildinni, þekkjum alla inn og út og bara geggjað að geta gert þetta"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Guðmundur ræðir t.d. framtíð sína í Garðabænum.
Athugasemdir