
Valur og Grindavík eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla, flautað verður til leiks klukkan 14:00. Arnar Grétarsson þjálfari Vals gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 3 Grindavík
Hólmar Örn Eyjólfsson, Haukur Páll Sigurðsson, Lúkas Logi Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson koma inn í byrjunarlið Vals frá frábærum 4-0 sigri gegn KA.
Elfar Freyr Helgason, Kristinn Freyr Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Andri Rúnar Bjarnason fara á bekkinn.
Hólmar hefur verið að glíma við meiðsli og spilar sinn fyrsta leik í dag.
Tveir ungir lánsmenn frá Breiðabliki koma inn í byrjunarlið Grindavíkur frá 0-0 jafntefli gegn Gróttu í Lengjudeildinni. Það eru þeir Tómas Orri Róbertsson (2004) og Dagur Örn Fjeldsted (2005).
Kristófer Konráðsson og Guðjón Pétur Lýðsson setjast á bekkinn.
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f)
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
19. Orri Hrafn Kjartansson
Byrjunarlið Grindavík:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
0. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
0. Tómas Orri Róbertsson
0. Bjarki Aðalsteinsson
0. Dagur Örn Fjeldsted
6. Viktor Guðberg Hauksson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
16. Marko Vardic
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Dagur Austmann
26. Sigurjón Rúnarsson
Athugasemdir