
"Mjög góð, var ánægður með flest allt í þessum leik, ánægður að við héldum áfram með góða ákefð og vorum agressívir alveg sama hver staðan var. Mér fannst við gera betur en í síðasta leik, margt líkt í dag með síðasta leik en mér fannst við vera með betri tök á þessum leik þannig við höldum áfram að byggja ofan á þetta" Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir frábæran 4-0 sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Keflavík
Jökull talaði um í viðtali eftir brottrekstur Águsts Gylfasonar að liðið þyrfti að auka ákefð og grimmd til að snúa genginu við, núna eru komnir tveir sigurleikir í röð, er hann að sjá þessa meiri ákefð sem hann leitar að?
"Ekki spurning, sérstaklega miðað við Fram leikinn sem var á undan þessum tveimur leikjum en mér finnst það allavega ennþá svo bara kemur í ljós hvort við náum að halda því en það verður verkefnið okkar, að halda áfram þessu intensity og ná að gíra okkur upp í að byrja leikina svona og halda því í gegnum allann leikinn"
Daníel Laxdal, Björn Berg Bryde og Gummi Kristjáns sem eru eldri og reynslumiklir leikmenn hafa byrjað báða sigurleiki Jökuls og ekki fengið á sig mark, er þetta nýja formúlan?
"Já þeir eru að standa sig mjög vel og alltaf gaman að halda hreinu og ég held að sjálfstraustið varnarlega er búið að aukast þannig þeir hafa bara staðið sig frábærlega"
Gamla góða klisjan er að styðsta leið í Evrópu er í gegnum bikarinn.
" Já það er það auðvitað í leikjum talið en ég held núna að við verðum að fara í klisjurnar og við tökum þennan leik, fögnum honum vel og innilega í dag svo bara í kvöld fara menn heim level-a byssurnar og á morgun höldum við áfram"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Jökull er spurður um drauma andstæðing og hversu gaman er að sjá alla uppöldu Garðbæingana blómstra undir hans stjórn.
Athugasemdir