
„Við vorum lélegir í byrjun og vorum lengi að koma okkur af stað og við eitthvernveginn aldrei að ná okkur upp úr því í dag." Segir svekktur Ómar Ingi eftir 3-1 tap sinna manna í HK gegn KA í Mjólkurbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 KA
Á seinasta ári tókst HK að komast skrefi lengri þegar liðið komst í 8 liða úrslit og fékk þar leik gegn Blikum.
„Það er svekkjandi að ná ekki jafn langt og í fyrra. Við ætluðum okkur að fara áfram en við gerðum okkur þetta alltof erfitt fyrir sjálfir."
KA fær tvö víti í dag sem voru ansi vafasöm bæði tvö.
„Mér fannst þetta bæði vera rangt. Sérstaklega seinna vítið sem mér fannst bara vera kolrangt en fyrri vítið fannst mér líka bara vera rangt."
Það var mikill hiti á bekknum hjá HK og fékk Sandor Matus til að mynda að líta rauða spjaldið á bekknum.
„Sandor var ennþá aðeins heitur eftir þessa vítadóma. Ívar Orri fær eitthvaðn högg á hausinn og Sandor fannst það vera sambærilegt og vildi einnig fá víti"
HK fékk samt tækifæri til að komast inn í leikinn í stöðunni 1-0 og 2-0 en klikkuðu á góðum færum sem kostuðu þá.
„Það var ótrulegt hvað við vorum nálægt því að jafna og minnka muninn miðað við hvernig við vorum að spila stóran hluta af fyrri hálfleik."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir