
Óskar Örn Hauksson skoraði stórkostlegt mark frá miðju þegar Grindavík vann 3-1 útisigur gegn Val í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Óvænt úrslit, heldur betur.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 3 Grindavík
„Það var í raun og veru ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að skjóta. Mér fannst hann (Frederik Schram) vera framarlega en menn segja að hann hafi ekki verið það framarlega. Boltinn fór inn, hann var lengi að því. Þriðja markið var mikilvægt," segir Óskar.
Óskar hefur skorað fjölmörg falleg mörk í gegnum ferilinn. Þetta mark hlýtur að fara á einhverja topplista?
„Ég held að þetta mark sé bara 'up there', það er bara þannig."
„Þetta var ótrúlega flottur liðssigur, við vorum aftarlega enda að spila gegn liði sem hefur verið á eldi. En þeir skapa sér eiginlega ekki neitt. Ég er ótrúlega stoltur af öllu liðinu."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en hér að neðan má sjá myndaseríu af marki Óskars.
Athugasemdir