
"Menn voru held ég að reyna sitt besta en það var gæðamunur á liðunum og það sást. Við erum að glíma við mikil meiðsli held það séu 8 leikmenn í hópnum okkar meiddir og margir þeirra lykilmenn þannig að það er bras á okkur eins og staðan er núna og leikurinn var í raun búinn eftir 60 mínútur þá gerum við fjórfalda breytingu til að hvíla menn því það er annar leikur strax á sunnudaginn" Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflvíkinga eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Keflavík
Siggi talar um átta manns sem eru fjarrverandi innan þeirra raða, hvernig er staðan á þessum leikmönnum?
"Maggi fyrirliði frá í 2-3 vikur, Sami (Kamel) er að byrja að æfa með okkur, búinn að mæta á eina æfingu þannig ég veit ekki hvort hann nær því að vera með á móti Val á sunnudaginn. Nacho frá í 3 mánuði, þetta eru allt algjörir lykilmenn og slæmt að vera án þeirra og það eru vonandi fleiri sem gætu vonandi verið að detta inn á næstunni hjá okkur"
Keflvíkingar dottnir úr bikarnum, núna bara allur fókus á Bestu-deildina.
"Já það er þannig, ef þú ert undir í bikarnum þá reyniru að sækja mörk en okkur tókst það ekkert. Okkur vantaði meira skapandi leikmennina okkar sem eru Dagur Ingi og Sami Kamel og söknuðum þeirra mikið. Maður vonar alltaf að það kemur maður í manns stað en því miður var ekki mikið um það í dag"
Komnir 6 leikir án sigur í öllum keppnum hjá Keflvíkingum, hvernig ætlar Siggi að snúa taflinu við?
" Það er bara að halda áfram, það er ekkert annað að gera. Það eru engar töfralausnir í þessu, við getum ekki töfrað eitthvað sem lofar okkur sigri í næsta leik það er bara að leggja hart að sér í næsta leik og gera sitt besta og við reynum allir að gera það í næstu leikjum þótt að prógrammið sé erfitt, við eigum Val og svo Breiðablik þannig þetta verður ekkert léttara"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir