Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur ólíklegt að Kjartan Henry fari fyrir aganefndina
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason kom ekkert við sögu þegar FH sló Njarðvík úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi, hann fékk góða hvíld.

Kjartan vakti mikla athygli í leik gegn Víkingi á dögunum. Ótrúlegt er að Kjartan hafi sloppið frá því að fá rautt spjald í leiknum en hann gæti samt sem áður fengið leikbann.

Kjartan sparkaði frá sér í baráttu við Birni Snæ Ingason og var nálægt því að hitta í andlitið á honum. Seinna í hálfleiknum var Nikolaj Hansen blóðugur eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Kjartani í baráttu í teignum. Að auki ýtti hann við Pétri Guðmundssyni dómara í leiknum.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki gefa það upp fyrr í vikunni hvort Kjartani yrði vísað til aganefndar en Heimir var spurður út í þann möguleika í viðtali í gær.

„Ég hef ekki hugmynd um það en mér finnst það mjög ólíklegt. Það er í sjálfu sér það eina sem ég hef að segja um þetta mál," sagði Heimir eftir leikinn en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimir: Þeir eru með Bodö/Glimt pressuna
Athugasemdir
banner
banner