Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda spilaði í tveimur innanbúðar leikjum með Noregi
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Mynd: Getty Images
Amanda Andradóttir, leikmaður Vålerenga í Noregi, spilaði tvo innanbúðar leiki með U19 landsliði Noregs í síðasta landsleikjaglugga.

Leikirnir fóru fram í Lilleström í Noregi í landsleikjaglugganum þar sem allur U19 hópurinn kom saman, skipti í tvö lið og spilaði tvo leiki á tveimur mismunandi leikdögum.

Margir hafa kallað eftir að Amanda, sem er sautján ára gömul, verði valin í A-landslið Íslands. Hún er leikmaður Vålerenga í Noregi og er dóttir Andra Sigþórssonar. Hún er uppalin í Val og Víkingi en fór í atvinnumennsku þegar hún var 15 ára.

Hún hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en var á dögunum valin í yngri landslið Noregs í fyrsta skipti.

Ísland er í hættu á að missa af þessum bráðefnilega og hæfileikaríka leikmanni en landsliðsframtíð hennar mun í fyrsta lagi ráðast í september. Ef hún spilar keppnisleik með annað hvort A-landsliði Ísland eða Noregs, þá verður hún ekki áfram lögleg með hinni þjóðinni.

Það eru keppnisleikir í september þegar bæði Ísland og Noregur hefja leik í undankeppni HM. Ef Amanda heldur áfram að spila vel með besta liði Noregs þá hlýtur hún að gera tilkall í annan hvorn landsliðshópinn, jafnvel báða.

Vålerenga er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Noregi, en liðið á næst leik á þriðjudag gegn Arna-Bjørnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner