Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vandræðaleg hringekja hjá Tottenham
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jamie O’Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham, segir að þjálfarleit félagsins sé í raun algjör brandari.

Núna er hægt að bæta Gennaro Gattuso á lista yfir knattspyrnustjóra sem mun ekki taka við Tottenham.

Gattuso ræddi við enska úrvalsdeildarfélagið í gær eftir að það kom í ljós að Paul Fonseca yrði ekki ráðinn.

Þetta vakti hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Spurs sem vildu ekki sjá Gattuso. Gömul ljót ummæli hans um konur, samkynhneigða og fleira voru grafin upp og fóru þau í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myllumerkið #NoToGattuso eða #NeiViðGattuso var mjög vinsælt á samfélagsmiðlum.

Jose Mourinho var rekinn frá félaginu 19. apríl. Ryan Mason kláraði tímabilið sem stjóri liðsins og endaði Tottenham í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það hefur gengið ótrúlega illa að finna nýjan stjóra.

„Hvað í fjandanum er í gangi hjá Spurs? Akkúrat núna er þetta vandræðalegt. Veit (Daniel) Levy hvað hann er að gera?" skrifaði O'Hara á Twitter.

„Þessi hringekja er brandari. Hann veit ekki hvernig við ætlum að taka skref fram á við sem félag."

Þjálfaraleit Tottenham heldur áfram. Hansi Flick, Julian Nagelsmann, Antonio Conte, Mauricio Pochetino, Erik ten Hag, Paulo Fonseca, Gennaro Gattuso... hver næst?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner