Natasha Anasi hefur skrifað undir samning við Val og er gengin í raðir félagsins frá Brann í Noregi.
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að hún væri að ganga í raðir Íslandsmeistara Vals.
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að hún væri að ganga í raðir Íslandsmeistara Vals.
Natasha, sem getur leyst margar stöður í vörn og á miðju, varð formlega leikmaður Brann 1. janúar 2023 en varð fyrir því óláni að slíta hásin skömmu eftir komu sína.
Fyrsta tímabilið var hún því lítið með, en hún kom við sögu í þremur leikjum í deildinni og fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði hún eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Markið kom í 1-2 sigri á austurríska liðinu St. Pölten sem sló einmitt Val út í forkeppninni síðasta haust. Það var fyrsti leikur Natöshu eftir meiðsli, hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið.
Á þessu tímabili kom hún við sögu í níu deildarleikjum, þar af átta sem varamaður.
Natasha er 32 ára og á að baki sex leiki fyrir Ísland. Hún var algjörlega stórkostleg í vinstri bakverðinum þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag. Hún hefur leikið með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki á Íslandi.
Valur er í öðru sæti Bestu deildar kvenna með jafnmörg stig og Breiðablik þegar tólf umferðir eru búnar.
Athugasemdir