Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dauðafæri fyrir Gallagher að sýna sig
Mynd: EPA

Ngolo Kante meiddist aftan í læri í grannaslag Chelsea gegn Tottenham um helgina og má búast við því að hann verði frá næstu vikurnar.


Stefán Marteinn Ólafsson stuðningsmaður Chelsea benti á í samtali við Sæbjörn Steinke og Guðmund Aðalstein í podcast þættinum Enski Boltinn á dögunum að þetta væri dauðafæri fyrir Conor Gallagher að sýna sig í búningi Chelsea.

„Hann verður líka að spila ef hann ætlar að vera með á HM í vetur," sagði Guðmundur.

„Hann var hugsaður sem 'cover' fyrir Kante, góður að bera upp boltann og svona þannig þetta er dauðafæri fyrir hann," sagði Stefán.

Gallagher sló í gegn á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð en þessi 22 ára gamli miðjumaður lék 34 leiki og skoraði 8 mörk.


Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner
banner