Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   fös 18. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Fyrsti leikur hins óvinsæla Pioli
Það er úr nógu að taka í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina og verður sýnt frá öllum nema tveimur leikjum.

Juventus, Inter og Atalanta eru í þremur efstu sætunum. Atalanta spilar í fyrsta leik helgarinnar á morgun gegn Lazio á útivelli. Það ætti að verða hörkuleikur.

Napoli, sem er í fjórða sæti, sækir Hellas Verona heim klukkan 16:00 á morgun og í lokaleik dagsins taka Ítalíumeistarar Juventus á móti Bologna.

Í fyrsta leik sunnudagsins fer Inter í heimsókn til Sassuolo. Heimaliðið, Sassuolo, spilaði ekki um síðustu helgi vegna þess að Giorgio Squinzi, eigandi og forseti félagsins, féll frá.

Alls eru sex leikir á sunnudaginn og í lokaleiknum spilar Milan við Lecce. Það er fyrsti leikur hins óvinsæla Stefano Pioli með Milan. Hann tók við af Marco Giampaolo, sem var rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Pioli er með mikla reynslu úr ítölsku A-deildinni og var til dæmis þjálfari Inter, nágranna og erkifjenda AC Milan, 2016-17 en þar tapaði hann 10 af 27 leikjum.

Á tíma sínum hjá Inter opinberaði hann það að vera af mikilli Inter fjölskyldu og að hann hefði alist upp við að styðja liðið. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna AC Milan yfir ráðningunni á Pioli og á samfélagsmiðlum var farið að kalla eftir því að hann verði rekinn, áður en hann er í raun ráðinn!

Í lokaleik umferðarinnar mætast Brescia og Fiorentina á mánudagskvöld.

laugardagur 19. október
13:00 Lazio - Atalanta (Stöð 2 Sport 3)
16:00 Napoli - Verona (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Juventus - Bologna (Stöð 2 Sport 2)

sunnudagur 20. október
10:30 Sassuolo - Inter (Stöð 2 Sport)
13:00 Sampdoria - Roma (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Udinese - Torino
13:00 Cagliari - Spal
16:00 Parma - Genoa (Stöð 2 Sport)
18:45 Milan - Lecce (Stöð 2 Sport)

mánudagur 21. október
18:45 Brescia - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
4 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
16 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner