
Íslandsmeistarar Breiðabliks kláruðu tímabilið með því að vinna dramatískan 3-2 sigur á FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. FH hafnaði í öðru sæti og fer í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Blikastelpur voru búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en vildu klára tímabilið á sigri.
Leikurinn byrjaði á skiptingu. Katrín Ásbjörnsdóttir var í byrjunarliðinu, en fékk heiðursskiptingu eftir fyrsta spark leiksins þar sem hún er að leggja skóna á hilluna. Katrín varð Íslandsmeistari með þremur liðum; Breiðablik, Stjörnunni og Þór/KA á ferlinum og spilaði 19 A-landsleiki.
Fallegt augnablik en alvaran tók við eftir skiptinguna. Maya Lauren Hansen skoraði stórbrotið mark fyrir FH á 12. mínútu og gersamlega óverjandi. Thelma Lóa Hermannsdóttir átti stoðsendinguna.
Blikar svöruðu aðeins tveimur mínútum síðar er Samantha Smith fékk boltann á fjærstönginni og skoraði.
Staðan í hálfleik 1-1, en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum kom Birta Georgsdóttir heimakonum í 2-1. Andrea Rut Bjarnadóttir átti laglega sendingu inn fyrir á Birtu sem vippaði boltanum yfir markvörðinn og í netið.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir jafnaði fyrir FH á 81. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig.
Mikil veisla var á Kópavogsvelli enda Blikastelpur að fara fagna Íslandsmeistaratitlinum og var mikilvægt fyrir þær að klára mótið á sigri. Það hafðist. Hornspyrnu var flengt inn á teiginn, boltinn skallaður að marki áður en hann datt fyrir Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur sem tryggði dramatískan sigur.
Magnað tímabil hjá Blikum sem klára það með 56 stig, átta stigum á undan FH sem hafnaði í öðru sæti og tekur þar með Evrópusætið fyrir næstu leiktíð.
Flott tímabil hjá Þrótturum
Þróttarar kláruðu tímabilið með 1-0 sigri á Val í Laugardalnum.
Tölfræðilega séð var enn möguleiki fyrir Þrótt að taka annað sætið, en það hefði þurft kraftaverk til þess.
Sierra Marie Lelii skoraði markið sem skilaði sigrinum í dag er hún skoraði eftir slaka hreinsun Valsara eftir aukaspyrnu.
Þróttarar kláruðu tímabilið með 48 stig, sem er nýtt stigamet hjá félaginu í efstu deild. Stórkostlegt tímabil í alla staði og munaði svo ótrúlega litlu á að liðinu tækist að taka annað sætið.
Valskonur höfnuðu á meðan í 5. sæti með 29 stig, slakasti árangur liðsins síðan 2018 er það hafnaði í 4. sæti.
Jafnt á heimavelli hamingjunnar
Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, á Víkingsvellinum.
Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði með flottu skoti fyrir utan teig á 21. mínútu. Stjarnan fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn, en á 59. mínútu jafnaði Bergdís Sveinsdóttir metin.
Stjarnan hafnaði í 4. sæti með 32 stig en Víkingur í 5. sæti með 29 stig.
Breiðablik 3 - 2 FH
0-1 Maya Lauren Hansen ('12 )
1-1 Samantha Rose Smith ('14 )
2-1 Birta Georgsdóttir ('70 )
2-2 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('81 )
3-2 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('89 )
Lestu um leikinn
Þróttur R. 1 - 0 Valur
1-0 Sierra Marie Lelii ('50 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. 1 - 1 Stjarnan
0-1 Arna Dís Arnþórsdóttir ('21 )
1-1 Bergdís Sveinsdóttir ('59 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 18 | 16 | 1 | 1 | 77 - 15 | +62 | 49 |
2. FH | 18 | 12 | 2 | 4 | 44 - 21 | +23 | 38 |
3. Þróttur R. | 18 | 11 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 36 |
4. Valur | 18 | 8 | 3 | 7 | 30 - 27 | +3 | 27 |
5. Víkingur R. | 18 | 8 | 1 | 9 | 40 - 39 | +1 | 25 |
6. Stjarnan | 18 | 8 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 25 |
7. Þór/KA | 18 | 7 | 0 | 11 | 31 - 41 | -10 | 21 |
8. Fram | 18 | 7 | 0 | 11 | 24 - 43 | -19 | 21 |
9. Tindastóll | 18 | 5 | 2 | 11 | 22 - 44 | -22 | 17 |
10. FHL | 18 | 1 | 1 | 16 | 11 - 56 | -45 | 4 |
Athugasemdir