Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Evrópudraumur Breiðabliks fjarlægist
Tarik skoraði glæsilegt sigurmark
Tarik skoraði glæsilegt sigurmark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 2 Víkingur R.
1-0 Viktor Karl Einarsson ('45 )
1-1 Óskar Borgþórsson ('51 )
1-2 Tarik Ibrahimagic ('75 )
Lestu um leikinn

Erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur mættust á Kópavogsvelli í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Breiðablik sem er í harðri baráttu um Evrópusæti en Víkingur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Atli Þór Jónasson fékk tækifæri í byrjunarliði Víkings og hann komst í frábært færi snemma leiks en Anton Ari Einarsson náði að loka á hann. Svipuð staða kom aftur upp í fyrri hálfleiknum en aftur hafði Anton betur.

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Viktor Karl Einarsson gott pláss við vitateig Víkings og skoraði með góðu skoti í nærhornið og kom Blikum yfir.

Snemma í seinni hálfleik komst Óskar Borgþórsson upp í skyndisókn, Kristinn Jónsson réð ekki við hraðann og Óskar skoraði framhjá Antoni Ara og jafnaði metin.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma átti Gylfi Þór Sigurðsson sendingu á Tarik Ibrahimagic sem skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan vítateiginn og kom Íslandsmeisturunum yfir.

Þorleiifur Úlfarsson fékk gullið tækifæri til að jafna metin en Ingvar Jónsson varði frá honum. Arnór Gauti Jónsson átti skot fyrir utan teiginn stuttu síðar en boltinn fór rétt framhjá.

Nær komust Blikar ekki og sigur Íslandsmeistarana staðreynd. Víkingur er með 54 stig en Breiðablik er í 4. sæti með 39 stig. Liðið er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í baráttunni um Evrópusæti.

Stjarnan mætir Fram á mánudaginn og Breiðablik þarf að treysta á sigur Fram til að eiga möguleika á Evrópusæti en Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í lokaumferðinni.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 16 6 4 56 - 31 +25 54
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 26 10 9 7 43 - 40 +3 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Athugasemdir
banner
banner