Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 18. október 2025 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust hjá Þóri
Þórir Jóhann spilaði 27 mínútur
Þórir Jóhann spilaði 27 mínútur
Mynd: EPA
Tveimur leikjum var að ljúka í Seríu A á Ítalíu en báðir enduðu með markalausu jafntefli.

Þórir Jóhann Helgason hafði ekki komið neitt við sögu hjá Lecce í síðustu tveimur deildarleikjum, en hann fékk loks tækifærið er hann kom inn á í síðari hálfleiknum gegn Sassuolo.

Hann spilaði 27 mínútur er liðið gerði markalaust jafntefli við nýliðana.

Lecce er í 14. sæti deildarinnar með 6 stig.

Nýliðar Pisa gerðu þá markalaust jafntefli við Verona. Gestirnir í Verona voru líklegri til að skora en heimamenn héldu út.

Mikilvægt stig hjá Pisa sem er í næst neðsta sæti með 3 stig, einu á eftir Verona sem er í öruggu sæti.

Pisa 0 - 0 Verona

Lecce 0 - 0 Sassuolo
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
7 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner