Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þriggja marka sigur Stuttgart - Ísak lék allan leikinn í jafntefli
Stuttgart er á skriði
Stuttgart er á skriði
Mynd: EPA
Ísak lék allan leikinn með Köln
Ísak lék allan leikinn með Köln
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leverkusen eru á góðu róli
Leverkusen eru á góðu róli
Mynd: EPA
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn er Köln gerði 1-1 jafntefli við Augsburg í 7. umferð þýsku deildarinnar í dag. Stuttgart vann fjórða leikinn í röð er liðið heimsótti Wolfsburg.

Köln ætlaði að tengja saman tvo sigra en það fór ekki alveg eins og liðið hafði vonast til.

Fabian Rieder skoraði úr vítaspyrnu fyrir Augsburg snemma í síðari hálfleiknum en Köln jafnaði með marki frá hinum 19 ára gamla Said El Mala þegar stundarfjórðungur var eftir.

Köln reyndi hvað það gat til að finna sigurmark og var nálægt því undir lokin, en allt kom fyrir ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Ísak sótti gult spjald og fékk 6,5 í einkunn á FotMob fyrir frammistöðuna. Köln er í 6. sæti með 11 stig eftir sjö leiki.

Bayer Leverkusen vann Mainz 4-3. Spánverjinn Alex Grimaldo skoraði tvö fyrir Leverkusen. Fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu en seinna markið gerði hann með laglegu skoti eftir sendingu frá Jonas Hofmann.

Staðan var 3-1 í hálfleik fyrir Leverkusen en í byrjun síðari minnkaði Nadiem Amiri með marki úr vítaspyrnu. Franski framherjinn Martin Terrier kom Leverkusen aftur í tveggja marka forystu á 87. mínútu en Mainz svaraði stuttu síðar til að halda spennu í leiknum.

Það reyndist síðasta mark leiksins og 4-3 sigur Leverkusen staðreynd. Leverkusen að njóta lífsins undir Kasper Hjulmand, en liðið er komið upp í 5. sæti með 14 stig.

Stuttgart vann fjórða leikinn í röð er það bar sigurorð af Wolfsburg, 3-0, á útivelli. Stuttgart er í 3. sæti með 15 stig, þremur stigum frá toppnum.

Christoph Baumgartner skoraði bæði mörk Leipzig í 2-1 sigri á Hamburger SV. Leipzig er í öðru sæti með 16 stig en Hamburger í 10. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

RB Leipzig 2 - 1 Hamburger
1-0 Christoph Baumgartner ('45 )
1-1 Albert-Mboyo Sambi Lokonga ('48 )
2-1 Christoph Baumgartner ('50 )

Heidenheim 2 - 2 Werder
0-1 Marco Grull ('50 )
1-1 Stefan Schimmer ('67 )
1-2 Jens Stage ('69 )
2-2 Jonas Fohrenbach ('83 )

Mainz 3 - 4 Bayer
0-1 Alex Grimaldo ('11 , víti)
0-2 Christian Kofane ('24 )
1-2 Lee Jae Sung ('34 )
1-3 Alex Grimaldo ('45 )
2-3 Nadiem Amiri ('71 , víti)
2-4 Martin Terrier ('87 )
3-4 Armindo Sieb ('90 )

Wolfsburg 0 - 3 Stuttgart
0-1 Tiago Tomas ('35 )
0-2 Maximilian Mittelstadt ('55 )
0-3 Angelo Stiller ('80 )

Koln 1 - 1 Augsburg
0-1 Fabian Rieder ('54 , víti)
1-1 Said El Mala ('76 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 26 3 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 12 5 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
8 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
9 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
11 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
12 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner