Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   lau 18. nóvember 2023 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
James McAtee og Harvey Elliott afgreiddu Serbíu í mikilvægum sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Serbía U21 0 - 3 England U21
0-1 James McAtee ('5)
0-2 James McAtee ('19)
0-3 Harvey Elliott ('55)

Stjörnum prýtt U21 landslið Englands vann mikilvægan sigur gegn Serbíu í undankeppni fyrir EM 2025 í dag.

James McAtee, sóknartengiliður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, skoraði tvennu í fyrri hálfleik og innsiglaði Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, sigurinn eftir leikhlé.

Hayden Hackney, leikmaður Middlesbrough, og Noni Madueke, kantmaður Chelsea, áttu stoðsendingar í sigrinum.

Sigurinn er mikilvægur vegna þess að England tapaði óvænt gegn Úkraínu í síðustu umferð. Það er einungis efsta sæti hvers riðils sem tryggir sér þátttöku á EM og er Úkraína á toppinum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Serbía kemur næst á eftir Englandi í þriðja sæti, en er með 6 stig eftir 4 umferðir. Serbar eiga eftir að spila við Úkraínu og gætu tekið stig af þeim, en þeir komust aldrei nálægt því að stela stigum af Englendingum. England vann fyrri viðureign þjóðanna 9-1 á heimavelli.

Liðin með besta árangurinn í öðru sæti komast beint á EM og fara hin liðin sem enda í öðru sæti í umspil um laust sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner