Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Það tók Zaïre-Emery 16 mínútur að skora - Meiddist í leiðinni
Mynd: EPA
Táningurinn Warren Zaïre-Emery varð í dag yngsti leikmaður í sögu franska landsliðsins þegar hann var í byrjunarliðinu gegn Gíbraltar.

Staðan er 7-0 fyrir Frakkland þegar nokkrar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik, en það tók Zaire-Emery aðeins 16 mínútur að skora í frumraun sinni. Hann er því að sjálfsögðu yngsti markaskorari í sögu Frakklands.

Þessi 17 ára miðjumaður skoraði þriðja mark Frakka eftir að hafa unnið boltann á miðjunni, en meiddist í leiðinni og þurfti að vera skipt af velli. Ethan Santos, leikmaður Gíbraltar, tæklaði Zaire-Emery illa innan vítateigs og fékk beint rautt spjald að launum eftir athugun í VAR-herberginu.

Kylian Mbappé og Kingsley Coman eru meðal markaskorara Frakka þegar 42 mínútur eru liðnar af fyrri hálfleik.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner