Sænska félagið Örebro féll úr sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og verður í næstefstu deild á komandi tímabili.
Vegna fallsins var samningum við marga leikmenn rift, þar á meðal við báða Íslendingana sem hafa verið í röðum félagsins.
Vegna fallsins var samningum við marga leikmenn rift, þar á meðal við báða Íslendingana sem hafa verið í röðum félagsins.
Það eru þær Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir. Varnarmaðurinn Áslaug kom við sögu í öllum 26 leikjunum í deildinni, byrjaði átján leiki og kom fimm sinnum inn á. Hún fór til Örebro frá uppeldisfélaginu Selfossi. Hún er fædd árið 2003 og á að baki sex leiki með U23 landsliðinu.
Katla María kom við sögu í öllum 26 leikjunum í deildinni, byrjaði 20 leiki og kom sex sinnum inn á og skoraði eitt mark. Hún er 23 ára varnarmaður sem kom eftir tímabil á Selfossi. Hún á að baki fjóra leiki með U23 landsliðinu.
Örebro endaði í næstneðsta sæti Allsvenskan, sjö stigum frá umspilssæti. Liðið endaði í 10. sæti 2023, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir