þri 18. nóvember 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaríkt kvöld hjá Robertson - „Gat ekki hætt að hugsa um Jota“
Andy Robertson í baráttunni í leiknum í kvöld
Andy Robertson í baráttunni í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Skotar komu sér á heimsmeistaramótið í kvöld eftir ótrúlegan 4-2 sigur á Dönum á Hampden Park, en Andy Robertson, fyrirliði Skota, segir þetta vera besta kvöld lífs hans.

Leikurinn bauð upp á allt. Draumamörk, rautt spjald og rafmagnaða spennu.

Á lokamínútunum var staðan jöfn og Danir á leið á HM, en stórbrotin mörk frá Kieran Tierney og Kenny McLean sendu Skota á þeirra fyrsta heimsmeistaramót í 28 ár.

„Þetta lýsir þessum hópi best. Við deyjum aldrei og höldum áfram fram að síðustu mínútu, og það í einum klikkaðasta leik sem ég hef spilað.“

„Við trekktum taugar samlanda okkar, en ég er viss um að það hafi verið þess virði. Við erum á leið á HM!“

„Ég hef falið þetta vel en ég hef verið í molum í allan dag. Ég veit hvað ég er gamall og vissi að þetta gæti verið síðasta tækifærið til að komast á HM. Ég gat ekki komið vini mínum, Diogo Jota, úr hausnum á mér. Við töluðum oft og mörgum sinnum um að fara á HM. Ég veit að hann brosir yfir mér í dag. Ég er svo ánægður að þetta fór svona.“

„Þessi leikmannahópur og þetta teymi er það besta sem ég hef unnið með. Ræða þjálfarans fyrir leikinn var ótrúleg. Hann hefur farið í gegnum stóru augnablikin sem við höfum upplifað. Hann man ekki eftir því að hafa komist á EM en við vorum í skýjunum. Hann sagði okkur að endurtaka leikinn.“

„Við vorum mjög tilfinninganæmir. Að gera þetta fyrir hann, starfsliðið og fjölskyldur okkar. Þetta er eitt besta kvöld lífs míns,“
sagði Robertson.
Athugasemdir
banner
banner