Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 19. janúar 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Fyrstu þrjú stig Vals
Kvenaboltinn
Hlín gerði tvennu fyrir Val.
Hlín gerði tvennu fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 4 Valur
Mörk Vals: Hlín Eiríksdóttir 2, Ída Marín Hermannsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir.
Mark Fjölnis: Sara Montoro.

Íslandsmeistarar Vals fóru með sigur af hólmi gegn Fjölni í Reykjavíkurmóti kvenna. Leikurinn fór fram í Egilshöll.

Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir gerði tvö mörk fyrir Val og voru þær Ída Marín Hermannsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir einnig á skotskónum. Sara Montoro gerði mark Fjölnis.

Valur tapaði fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu gegn Fylki, 2-1, og er því með þrjú stig í A-riðlinum eftir sigurinn í dag.

Fjölnir, sem leikur í 1. deild, er án stiga eftir tvo leiki. Fjölnir tapaði 5-1 fyrir Þrótti í fyrsta leik sínum.


Athugasemdir
banner