Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   sun 19. febrúar 2023 15:54
Aksentije Milisic
England: Man Utd gekk frá Leicester í síðari hálfleiknum
Rashford setti tvennu.
Rashford setti tvennu.
Mynd: EPA

Manchester Utd 3 - 0 Leicester City
1-0 Marcus Rashford ('25 )
2-0 Marcus Rashford ('56 )
3-0 Jadon Sancho ('62 )


Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Manchester United og Leicester City á Old Trafford.

Gestirnir frá Leicester byrjuðu miklu betur og áttu fyrstu 25. mínúturnar af leiknum. Það var Spánverjanum David De Gea að þakka að Man Utd lenti ekki undir.

Fyrst varði hann dauðafæri frá Harvey Barnes og svo varði hann skalla frá Kelechi Iheanacho á stórkostlegan hátt. Leicester átti önnur hálffæri til viðbótar en inn vildi boltinn ekki.

Það var þvert gegn gangi leiksins þegar hinn sjóðandi heiti Marcus Rashford kom Manchester United í forystu. Hann fékk þá smekklega sendingu inn fyrir vörnina frá Bruno Fernandes og kláraði Rashford færið mjög vel.

Við þetta vaknaði Man Utd til lífsins og stýrði leiknum mjög vel allt til enda. Marcel Sabitzer átti ljótt brot á Wout Faes seint í fyrri hálfleiknum og vildu sumir sjá Austurríkismanninn fá beint rautt spjald. Hann slapp hins vegar með skrekkinn.

United var miklu betra liðið í síðari hálfleiknum og var það Rashford sem skoraði sitt annað mark á 56. mínútu eftir sendingu frá Fred. Fyrst var flögguð rangstæða en VAR skoðaði atvikið og sá að Faes spilaði Rashford réttstæðann.

Jadon Sancho kom inn á í liði Man Utd í hálfleik og hann skoraði þriðja mark liðsins eftir um klukkutíma leik. Eftir frábært samspil á milli hans og Bruno Fernandes þá kom hann boltanum í netið af stuttu færi. Tvær stoðsendingar hjá Bruno í dag.

Wout Weghorst fékk algjört dauðafæri til að skora sitt fyrsta mark á Old Trafford seint í leiknum en hann lét verja frá sér. Færið var ekki ósvipað færinu sem hann klúðraði á Nývangi.

Með þessum sigri er Man Utd nú einungis þremur stigum á eftir Man City sem situr í öðru sætinu. Arsenal er fimm stigum á undan United en á leik til góða.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner