Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 10:20
Aksentije Milisic
PSG til í að borga 180 milljónir evra fyrir Kvaratskhelia - Hodgson að taka við Palace?
Powerade
Frábær leikmaður.
Frábær leikmaður.
Mynd: EPA
Meslier til Chelsea?
Meslier til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Hvar endar Neves?
Hvar endar Neves?
Mynd: Getty Images

Ten Hag, Meslier, Diaby, Salah, Kudos, Kvaratskhelia og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók allt það helsta saman.
_________________________


Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mun fá nýjan samning hjá félaginu sama hver eigendurnir verða. Þetta hefur félagið tilkynnt Hollendingnum en hann hefur gert flotta hluti á stuttum tíma. (Mirror)

Chelsea vill kaupa franska markmanninn Illan Meslier (23), frá Leeds United næsta sumar. (Football Insider)

Newcastle United vill fá kantmann Bayer Leverkusen, Moussa Diaby (23) og hollenska bakvörðinn Mitchell Bakker (22). (90min)

Diaby hefur lengi verið undir smásjánni hjá Arsenal en liðið gæti orðið undir í baráttunni gegn Newcastle um franska kantmanninn. (Express)

Hinn 31 árs gamli Roberto Firmino segir að hann vilji halda áfram að spila í Evrópu. Hann mun yfirgefa Liverpool í sumar þegar samningur hans rennur út. (Football Insider)

Umboðsmaður Mohamed Salah segir það ekki rétt að leikmaðurinn vilji yfirgefa Liverpool. (90min)

Liverpool og Manchester United hafa áhuga á markverði Anderlecht, honum Bart Verbruggen (20) (Het Laatste Nieuws)

Edouard Mendy hefur fengið þau skilaboð að hann megi yfirgefa Chelsea í sumar. Þessi 31 árs gamli markvörður hefur lítið fengið að spila. (Mirror)

Hinn 75 ára gamli Roy Hodgson er sagður vera klár í það að taka við Crystal Palace út tímabilið. Samtal hans við yfirmenn Palace ku hafa gengið vel. (Sun)

Chelsea er að skoða þann möguleika að byggja nýjan leikvang á Stamford Bridge en það gæti tekið allt að fjögur ár. Þá þyrfti liðið að spila heimaleiki sína á öðrum velli á þeim en Craven Cottage, Twickenham og Wembley hafa verið nefnd til sögunnar. (Mail)

Wolves mun hlusta á tilboð í fyrirliða sinn í sumar, Ruben Neves (26). Barcelona, Real Madrid, Liverpool og Manchester United hafa öll áhuga. (Mirror)

Liverpool mun ekki bjóða Naby Keita nýjan samning hjá liðinu en þessi 28 ára gamli miðjumaður gæti færið til Inter Milan á Ítalíu. (Calciomercato)

Mohammed Kudos, leikmaður Ajax, segist vilja vera áfram hjá félaginu en hann mun ræða við Ajax um nýjan samning þegar tíminn verður réttur.

Fyrrverandi samherjar Arsenal, Patrick Vieira og Thierry Henry eru taldnir fara berjast um það hvor fær að taka við landsliði Bandaríkjanna. (Goal)

PSG er tilbúið að borga 180 milljónir evra fyrir Khvicha Kvaratskhelia, 22 ára gamla kantmann Napoli. (Corriere dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner