Grótta tilkynnti í dag að Paul Westren yrði Rúnari Páli Sigmundssyni til aðstoðar með meistaraflokk karla hjá Gróttu.
Gróttufólk þekkir vel til Paul en hann kom til starfa hjá félaginu vorið 2021 og hefur síðan þjálfað yngri flokka hjá félaginu og verið yfirþjálfari undanfarin ár.
Rúnar Páll tók við sem þjálfari Gróttu síðasta haust en Grótta féll úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili og verður því í 2. deild í sumar.
Gróttufólk þekkir vel til Paul en hann kom til starfa hjá félaginu vorið 2021 og hefur síðan þjálfað yngri flokka hjá félaginu og verið yfirþjálfari undanfarin ár.
Rúnar Páll tók við sem þjálfari Gróttu síðasta haust en Grótta féll úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili og verður því í 2. deild í sumar.
Úr tilkynningu Gróttu
Ferill Paul er áhugaverður en hann hefur starfað í Kína, Síerra Leóne og Lesótó og því kynnst knattspyrnunni í ólíkum menningarheimum. Paul er með B.A. gráðu í samskiptum og hefur síðustu misseri unnið að því að klára UEFA-A þjálfaragráðu hjá skoska knattspyrnusambandinu.
Paul segist kátur og spenntur fyrir tækifærinu:
„Það er gaman að takast á við nýja áskorun hjá Gróttu. Það er nýtt meistaraflokkslið í mótun með marga unga og spennandi leikmenn innanborðs svo það er klárlega spennandi tímabil framundan. Rúnar Páll er mjög reynslumikill svo það er frábært fyrir mig að starfa við hans lið og fá tækifæri til að læra.”
Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar tekur í sama streng:
„Paul hefur verið hjá Gróttu í tæp fjögur ár og hefur á þeim tíma tekist á við sífellt stærri verkefni samhliða aukinni ábyrgð. Það er afar ánægjulegt að sjá hann taka næsta skref á sínum þjálfaraferli upp í meistaraflokk og við erum sannfærð um að hann muni mynda sterkt teymi með Rúnari Páli og hjálpa Gróttuliðinu að ná markmiðum sínum í sumar.”
Athugasemdir