Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
Fótbolta nördinn - Úrslit: Víkingur vs Fylkir
Enski boltinn - Hákon Arnar, þrot hjá Tottenham og umtalað rautt spjald
Tveggja Turna Tal - Davíð Snorri Jónasson
Útvarpsþátturinn - Nýtt teymi í Víkinni, VV og KA skýrsla
Hugarburðarbolti GW 22 Justin Kluivert með Dillon þrennu!
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
   þri 19. apríl 2016 16:10
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Ejub: Hjálpum leikmönnum sem hafa verið í vandræðum
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fagnar sigrinum í 1. deild í fyrra.
Fagnar sigrinum í 1. deild í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ejub lætur í sér heyra.
Ejub lætur í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Víkingi Ólafsvík eru í ellefta sæti í spá fyrir Pepsi-deildina. Þeir voru í æfingaferð á Spáni þegar lið þeirra var kynnt en þjálfarinn, Ejub Purisevic, heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í dag og má heyra viðtal við hann í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Víkingur Ó.

Ólafsvíkurliðið spilaði í Pepsi-deildinni 2013 og er komið upp í annað sinn. Það er alltaf sérstakt að komast upp í fyrsta sinn, er stemningin í bæjarfélaginu öðruvísi núna?

„Vissulega er það sérstakt að ná einhverju í fyrsta sinn en það er mikil stemning og spenna fyrir tímabilinu núna. Stuðningsfólk okkar í Ólafsvík og þessi hópur sem er búsettur í Reykjavík hafa stutt okkur vel og hjálpað okkur. Stemningin er öðruvísi en er alls ekki minni," segir Ejub.

„Mitt markmið er að við höldum okkur í deildinni. Ég tel að við getum gert það með því að leggja okkur fram og með skipulagi. Við höfum fengið inn karaktera sem geta hjálpað til við að ná þessu markmiði. Ég hef trú á því að við getum haldið okkar sæti þó þessi spá komi ekkert á óvart. Fólkið í kringum mig og leikmenn hafa trú á því að við getum haldið okkur uppi og það skiptir máli."

Ólsarar urðu fyrir áfalli í vetur þegar varnarmaðurinn Admir Kubat sleit krossband en ekki hefur verið fenginn nýr leikmaður í hans stað.

„Við erum að leita að leikmönnum, forgangsatriði er að finna hafsent til að fylla hans skarð og svo viljum við 1-2 leikmenn til að breikka hópinn. Það er ekkert í hendi eins og staðan er og það gæti verið að við byrjum Íslandsmótið á þessum hóp."

Vinnur að því að fá Pape til að springa út
Ejub hefur verið óhræddur í gegnum árin við að fá til sín leikmenn sem hafa ekki náð því flugi á sinn feril sem vonast hafði verið eftir, hvort sem það er vegna andlegra vandamála, þeir hafi verið stimplaðir sem vandræðagemsar eða annað slíkt.

„Við teljum að við getum hjálpað þessum leikmönnum, bæði innan vallar og utan hans. Það hafa komið upp einhver vandamál eins og gengur og gerist en það er fólk í kringum félagið sem er tilbúið að aðstoða. Það eru dæmi um menn sem fundu sig ekki í öðru liði en gerðu það hjá okkur," segir Ejub.

„Það er oft erfitt að fá leikmenn út á land og í þessum tilfellum vissum við að umræddir leikmenn væru góðir í fótbolta en þurftu aðstoð."

Meðal leikmanna sem Ólsarar hafa fengið til sín er sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sem fær tækifæri til að koma sínum ferli aftur á beinu brautina.

„Í æfingaferðinni fór hann að sýna að honum langar að komast aftur á skrið og ég er viss um að hann geti það. Þetta er ferli sem tekur sinn tíma en vonandi sem skemmstan. Vonandi hjálpar hann fyrst og fremst sjálfum sér og svo þá okkur. Ég hef trú á því að við getum gert hann að einum af betri leikmönnum í deildinni," segir Ejub.

Þorsteinn smitar jákvæðni
Það var mikil gleði í Ólafsvík þegar félagið endurheimti sóknarmanninn Þorstein Má Ragnarsson frá KR.

„Það er gott að hafa hann í klefanum, þetta er strákur sem smitar jákvæðu andrúmslofti frá sér. Hann gerir mikið inni á vellinum og utan hans. Það eru miklar væntingar til hans en ég er viss um að hann muni gera góða hluti fyrir okkur," segir Ejub.

Gervigras framtíðin
Aðstæður fyrir fótboltaiðkun í Ólafsvík yfir vetrartímann eru ekki góðar og hafa ekkert breyst síðan liðið var síðast upp.

„Aðstæðurnar í Ólafsvík hafa því miður ekki breyst. Maður hafði vonað eftir að við fórum upp í efstu deild 2013 að eitthvað myndi gerast en sú varð ekki raunin. Staðan í þessum málum er nákvæmlega sú sama. Þetta er eitthvað sem ég get ekki breytt eða þeir sem eru í stjórn félagsins, þeir sem hafa starfað í stjórninni hafa gert kraftaverk fyrir félagið. Þetta snýr að bæjaryfirvöldum hvar þeir vilja að Víkingur sé," segir Ejub.

Ólafsvíkingar dreyma um að fá hálfan yfirbyggðan völl eins og er í Vestmannaeyjum eða að gervigras verði sett á aðalvöllinn.

„Þrátt fyrir að ég hafi alist upp við það að spila fótbolta á grasi þá tel ég mig sanngjarnan mann. Gervigras er framtíðin hér á landi og þess vegna vil ég hafa gervigras í Ólafsvík. Í besta falli er hægt að nota grasvelli í fjóra mánuði á ári en gervigrasvöllinn væri hægt að nota í tíu mánuði um það bil."

Í viðtalinu ræðir Ejub nánar um Ólafsvíkurliðið, um hvaða lið hann telji að verði í toppbaráttunni og hvaða leikmenn úr deildinni hann væri helst til í að fá í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner