Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 19. maí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir verða 100 prósent að selja Aubameyang"
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Aliadiere í leik með Arsenal.
Aliadiere í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jeremie Aliadiere, fyrrum sóknarmaður Arsenal, segir að það komi ekkert annað til greina fyrir félagið en að selja sóknarmanninn og fyrirliðann Pierre-Emerick Aubameyang í næsta félagskiptaglugga.

Aubameyang rennur út á samningi á næsta ári og viðræður um nýjan samning virðast ekki hafa gengið vel.

Aubameyang hefur skorað 61 mark í 97 leikjum frá því hann kom til Arsenal frá Borussia Dortmund í janúar 2018, en hann gæti verið á förum fljótlega þar sem mörg stórlið eru á eftir honum; eins og til dæmis Barcelona og Real Madrid.

Aliadiere, sem vann ensku úrvalsdeildina með Arsenal árið 2004, segir við Goal: „Þeir verða að selja hann, 100 prósent."

„Arsenal getur ekki haldið áfram að missa leikmenn á frjálsri sölu. Ég trúi því ekki að við séum enn og aftur með svona góðan leikmann, fyrirliða okkar, að fara inn í sumarið með eitt ár eftir af samningi. Það verður að ganga frá þessu þegar leikmenn eiga tvö ár eftir. Síðasta sumar hefði átt að ganga frá nýjum samningi við hann eða þá selja hann."

„Það breytir máli fyrir leikmenn þegar þeir eiga eitt ár eftir af samningi. Ef ég væri Aubameyang þá myndi ég fórna einu ári til að fara svo á frjálsri sölu, fá öll stórlið Evrópu á eftir mér og fá fullt af pening. Hver myndi ekki gera það?"

Samningamál er ekki helsti styrkleiki Arsenal, en síðasta sumar fór Aaron Ramsey til Juventus á frjálsri sölu. Þar áður var bæði Alexis Sanchez og Mesut Özil leyft að fara inn í síðasta ár á samningi. Özil fékk nýjan risastóran samning, en Sanchez var leyft að fara til Manchester United í skiptidíl fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Öðrum leikmönnum eins og Robin van Persie, Bacary Sagna og Samir Nasri var leyft að fara á síðasta samningsári sínu. „Það sem við þurfum að gera er að byggja lið, en vandamálið er að við gerum það ekki," segir Aliadiere.
Athugasemdir
banner
banner