Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2023 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn vafi að framtíð Toney sé hjá Brentford þrátt fyrir bannið
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford, er á því að framtíð Ivan Toney liggi hjá félaginu og að menn þar muni „gera allt til að vera til staðar fyrir hann" eftir að framherjinn var dæmdur í átta mánaða bann frá fótbolta.

Toney var einnig sektaður um 50 þúsund pund. Bannið og sektina fær hann fyrir brot á veðmálareglum. Hann snýr til baka úr banninu 17. janúar á næsta ári.

„Framtíð hans liggur hjá Brentford, á því liggur enginn vafi," sagði Frank á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef verið í sambandi við hann. Hann er vonsvikinn og sorgmæddur með stöðuna." Bannið hefur þegar tekið gildi og klárar Toney ekki tímabilið með Brentford.

„Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum til að sjá hvað við getum gert. Hvað hann má gera, sérstaklega fyrstu fjóra mánuðina."

„Eitt er klárt, við munum gera allt til að vera til staðar fyrir hann, styðja vð hann og munum fylgjast með sálrænu hliðinni."

„Hann hefur gert mistök, en við verðum að vera til staðar, og viljum vera það, fyrir hann og hjálpa honum. Við þurfum bara að fá að vita hvað við megum gera til að hjálpa honum,"
sagði Frank.

Hann vildi ekki tjá sig frekar um dóminn sjálfan fyrr en skriflegar niðurstöður varðandi dóminn verða opinberaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner