Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 19. maí 2023 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Kristjáns: Var fenginn til Noregs sem hægri bakvörður
Fótbolti er ekkert án stuðningsmannanna
Fótbolti er ekkert án stuðningsmannanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fer út til Noregs sem hægri bakvörður og byrja fyrsta leikinn minn þar
Ég fer út til Noregs sem hægri bakvörður og byrja fyrsta leikinn minn þar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með nýjum þjálfara kemur oft nýtt líf
Með nýjum þjálfara kemur oft nýtt líf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara fínt á það, hefði viljað heimaleik en annars bara líst mér vel á það. Ef ég hefði átt að velja þá hefði ég valið úr deildinni fyrir neðan, en þetta er bara fínt," sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir að ljóst varð að Stjarnan mætir KR á útivelli í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Með nýjum þjálfara kemur oft nýtt líf
Stjarnan hefur spilað tvo leiki eftir að ákveðið var að fara í breytingar í Garðabænum, Ágúst Gylfason var látinn fara og Jökull Elísabetarson er nú aðalþjálfari liðsins. Hefur eitthvað sýnilega breyst?

„Einhverjar áherslubreytingar, eins og Jökull hefur talað mikið um þá hefur ákefðin hækkað bæði á æfingum og í leikjum. Mér finnst það hafa heppnast vel, höfum byrjað vel, 4-0 sigrar báðir. Við höfum bætt þennan hluta og það hefur klárlega skilað sér inn í leikina."

„Það eru ekki við sem ákveðum þetta. Með nýjum þjálfara kemur oft nýtt líf og þá fá allir nýja byrjun að einhverju leyti. Við bara reynum að standa okkur eins vel og við getum."


Var það sjokk þegar Ágúst var látinn fara?

„Bæði og, ég átti ekki endilega von á þessu, en auðvitað þegar byrjunin var eins og hún var þá var erfitt að gagnrýna það eitthvað, maður getur átt von á því ef byrjunin er slæm að svona hlutir gerist."

Var fenginn til Noregs sem hægri bakvörður
Guðmundur í byrjun móts inn á miðsvæðinu en í undanförnum leikjum hefur hann spilað í hægri bakverðinum.

„Ég á einhverja leiki þar í gegnum tíðina, hef voða lítið verið þarna, en kann ágætlega við mig. Hingað til hefur það allavega verið skemmtilegt. Ég spilaði hægri bakvörðinn síðast einhvern tímann með Start í Noregi."

„Ég fer út til Noregs sem hægri bakvörður og byrja fyrsta leikinn minn þar, en svo spilaði ég ekkert mikið meira þar, var meira á miðju og kanti og hér og þar. Það eru einhverjir örfáir leikir (sem ég spilaði í hægri bakverði). Þetta er tiltölulega nýtt fyrir mér þannig lagað en hefur byrjað þokkalega vel allavega."

„Það er erfitt að kvarta þegar liðið stendur sig vel, við höldum hreinu, skorum mikið og ég spila vel. Þá líður mér helvíti vel og vonandi heldur áfram að ganga vel."


Hefur ógeðslega mikil áhrif
Stjarnan mætir Fylki í Bestu deildinni á mánudag, Guðmundi líst mjög vel á þann leik.

„Ég held að allir séu ógeðslega spenntir núna að spila. Þegar vel gengur þá eru menn alltaf spenntir fyrir næsta leik og halda áfram góðri frammistöðu. Ef við náum að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera, þá fáum við vonandi góða niðurstöðu úr þeim leik. Það er komið ágætis sjálfstraust í liðið, flot í það sem við erum að gera og mikil eftirvænting held ég hjá öllum."

„Það er geggjað, það er búinn að vera helvíti góður stuðningur og það klárlega skilar sér inn á völlin. Jafnvel þegar það hefur gengið verr, þá hefur fólk samt mætt og sungið og trallað allan leikinn. Það hefur ógeðslega mikil áhrif. Fótbolti er ekkert án stuðningsmannanna. Þeir spila stóra rullu líka,"
sagði Guðmundur að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner