Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 19. maí 2023 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp bjóst við refsingu - Vill vita í hvað peningurinn fer
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í gær dæmdur í bann fyrir ummæli sín í garð Paul Tierney dómara eftir 4-3 sigur gegn Tottenham á Anfield.

Liverpool skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum en Klopp fagnaði markinu með því að hlaupa að fjórða dómaranum. Hann var ósáttur við Tierney í leiknum og sagði að honum loknum að það væri eins og hann hefði eitthvað á móti sér.

„Við eigum okkar sögu með Tierney, ég skil ekki hvað hann hefur á móti okkur. Hann hefur sagt að það séu engin vandamál en það getur ekki verið satt. Ég skil ekki hvernig hann horfir á mig. Þetta er mjög skrýtið og erfitt að skilja," sagði Klopp.

Enska sambandið sagði Klopp hafa gefið í skyn hlutdrægni og/eða efast um heiðarleika dómarans. Því var hann dæmdur í bann.

Klopp var spurður út í leikbannið á fréttamannafundi fyrir stuttu. Þar sagði hann: „Ég bjóst við refsingu. Þetta er allt í góðu. Ég væri til í að vita hvert peningurinn fer. Fólkið í kringum var frekar neikvætt, það bjóst við lengra banni," sagði Klopp en hann verður í banni gegn Aston Villa um helgina.

Klopp fær 75 þúsund pund í sekt, auk leikbanns. Hann sagði á fundinum að hann væri alveg til í að borga það ef peningurinn fer í góðgerðarmál - annars þyrfti hann að skoða málið.

Leikurinn hjá Liverpool gegn Aston Villa á morgun er mikilvægur fyrir liðið í Meistaradeildarbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner