Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. maí 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ósáttur við að taktík Mourinho sé verðlaunuð - „Það er synd"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Kerem Demirbay, leikmaður Bayer Leverkusen, var vægast sagt svekktur eftir tap gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Roma vann fyrri leikinn 1-0 og endaði leikurinn í gær markalaus. Það má segja að Mourinho hafi lagt rútunni eins og hann er frægur fyrir að gera.

Leverkusen átti 23 marktilraunir en tókst ekki að skora. Leikmenn Roma vörðust aftarlega og náðu að halda núllinu.

Roma átti ekki eitt skot á markið í leiknum og tafði mikið í seinni hálfleiknum. Demirbay fór í viðtal eftir leik og var vægast sagt pirraður.

„Það er synd að í undanúrslitum á svona háu stigi leiksins, að svona leikur sé verðlaunaður. Þeir gerðu hlutina mjög ljóta í lok leiksins," sagði Demirbay í lokin.

Roma mætir Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok þessa mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner