Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. maí 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttast að missa stjóra sinn til Tottenham
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Hollenska félagið Feyenoord óttast að missa stjóra sinn, Arne Slot, yfir til Tottenham í sumar.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Tottenham er í stjóraleit eftir að félagið ákvað að reka Antonio Conte fyrir nokkrum vikum síðan. Ryan Mason hefur stýrt liðinu til bráðabirgða en svo mun væntanlega koma inn nýr stjóri í sumar.

Slot er núna líklegastur til að taka við en hann hefur gert mjög flotta hluti með Feyenoord. Liðið er búið að tryggja sér sigur í hollensku úrvalsdeildinni í ár.

Feyenoord vill halda í Slot og er tilbúið að tvöfalda launatékka hans, en félagið óttast að missa hann til Spurs.

Slot var orðaður við Leeds fyrr á þessu tímabili en hafnaði því tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner