Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Rashford veikur og óvíst hvort hann spili á morgun
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Raphel Varane er klár í slaginn fyrir leik Manchester United gegn Bournemouth á morgun en Marcus Rashford gæti misst af leiknum vegna veikinda.

„Rashy æfði vel alla vikuna en í dag tilkynnti hann sig veikan. Sjáum hvernig hann verður seinna í dag," segir Erik ten Hag, stjóri Manchester Uniteed.

Manchester United er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og reynir að innsigla Meistaradeildarsætið. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeildina.

„Það er mikilvægt að komast í Meistaradeildina. Við þurfum að vinna Bournemouth og öll einbeiting fer í þann leik," segir Ten Hag.

Á fréttamannafundinum var Ten Hag spurður að því hvort reyna ætti að kaupa Marcel Sabitzer, miðjumanninn sem er á láni frá Bayern München. Ten Hag sagði að það yrði skoðað síðar, nú sé öll einbeiting að lokaleikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner