Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frank um Toney: Aldrei að vita hvað gerist
Mynd: EPA
Thomas Frank segir það ekki vera víst að Ivan Toney verður seldur frá Brentford í sumar.

Toney var afar eftirsóttur eftir síðustu leiktíð en var svo dæmdur í leikbann vegna veðmála og sneri aftur á völlinn í janúar. Hann fann þó ekki gamla taktinn og skoraði aðeins 4 mörk í 16 leikjum.

Verðmiðinn á Toney var talinn vera nálægt 100 milljónum punda í fyrra en hann hefur lækkað umtalsvert síðan þá, þar sem Toney hefur ekki verið að skora jafn mikið og áður og á hann aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Það er aldrei að vita hvað gerist í sumar. Það er aldrei að vita hvað gerist í fótboltaheiminum. Við höfum til dæmis látið leikmenn frá okkur sem hafa svo snúið aftur til okkar skömmu síðar. Við getum ekki vitað hvernig þetta mun fara í sumar," sagði Frank þegar hann var spurður hvort hann væri með skilaboð fyrir stuðningsmenn Brentford sem ætluðu sér að kveðja Toney á síðasta heimaleik tímabilsins sem fer fram í dag.

„Það sem við getum öll verið sammála um er að Ivan er frábær leikmaður sem hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner