Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 13:07
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann ætlar í MLS-deildina árið 2024
Antoine Griezmann vill spila í Bandaríkjunum
Antoine Griezmann vill spila í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann ætlar að spila í Bandaríkjunum þegar ævintýri hans hjá Barcelona er lokið en hann er samningsbundinn til 2024.

Þessi þrítugi sóknarmaður hefur spilað á Spáni allan atvinnumannaferilinn en hann steig sín fyrstu skref með Real Sociedad árið 2009 áður en hann fór til Atlético Madríd árið 2014.

Griezmann spilaði þar í fimm ár áður en Barcelona keypti hann fyrir 120 milljónir evra fyrir tveimur árum. Frakkinn er þá búinn að ákveða næsta skrefið á ferlinum.

Hann er afar hrifinn af menningunni í Bandaríkjunum og hefur heimsótt landið margoft. Hann er dyggur stuðningsmaður New York Nicks í NBA-deildinni og því líklegt að hann myndi vilja flytja til New York.

„Ég á þrjú ár eftir af samningnum og núna þarf ég að virkilega að hugsa vel um líkamann því hann getur tekið breytingum. Þegar samningur minn við Barcelona rennur út þá verður það rétti tíminn að fara til Bandaríkjanna," sagði Griezmann.

„Ég elska landið, kúltúrinn og NBA. Ég elska að fara í ævintýri en ég er líka með fjölskyldu sem yrði að flytja með mér. Ég væri til í að klára ferilinn þar en samt vera nógu góður á vellinum og vinna MLS-deildina. Ég vil ekki fara þangað á síðustu metrunum og vera gagnslaus. Það væri fáránlegt," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner