Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína framlengir við Bayern og fer aftur til Leverkusen (Staðfest)
Karólína á að baki 41 landsleik og hefur í þeim skorað 9 mörk.
Karólína á að baki 41 landsleik og hefur í þeim skorað 9 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur framlengt samning sinn við þýska félagið Bayern Munchen. Hún hefur verið þar frá árinu 2021 og hafa tækifærin með aðalliðinu verið af skornum skammti. Hún er nú samningsbundin fram á sumarið 2026.

Bayern er besta lið Þýskalands, liðið varð þýskur meistari annað árið í röð í vor og er samkeppnin mikil.

Karólína var lánuð til Leverkusen í vetur og stóð sig frábærlega þar. Í tilkynningu Bayern kemur fram að Karólína verði aftur hjá Leverkusen á komandi tímabili.

Hún verður 23 ára í ágúst, er sóknarsinnaður miðjumaður og skoraði fimm mörk í 25 leikjum með Leverkusen í vetur.

„Við erum mjög ánægð með að Karólína hafi framlengt samning sinn við okkur til ársins 2026. Hún þróaði sinn leik mjög vel í Leverkusen á síðasta ári og átti sterkt tímabil. Við ræddum málið ítarlega með Karólínu, ræddum um að það yrði mikilvægt að fá mikinn spiltíma. Ári í viðbót hjá Leverkusen er því mikilvægt skref í þróun hennar," sagði Bianca Rech sem er yfirmaður kvennadeildarinnar hjá Bayern.


Athugasemdir
banner
banner