Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 19. júlí 2015 11:40
Elvar Geir Magnússon
Gummi Steinars: FH gæti ekki verið með betri markmann
Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, verður í eldlínunni gegn KR í kvöld.
Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, verður í eldlínunni gegn KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaleikur svona um mitt mót," segir Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Pepsi-deildina, um leik FH og KR sem fram fer í kvöld. KR er í öðru sæti, einu stigi á eftir FH.

„Bæði lið eru í Evrópukeppni og mögulega að spila á hærra tempói en önnur lið einmitt núna. Þetta gæti orðið íslenskur fótbolti eins og hann gerist bestur. Heilt yfir þá eru það viðureignir þessara tveggja liða sem eru að auglýsa íslenska boltann best."

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, hefur fengið gagnrýni en í úttekt Fréttablaðsins var talað um að hann væri ekki að vinna stig fyrir liðið. Samkvæmt skoðanakönnun Fótbolta.net telja 42% lesenda að hann sé veikur hlekkur í FH-liðinu.

„Mér finnst illa að Róberti vegið. Þó hann hafi ekki varið hvert einasta skot sem hefur komið á markið þá gæti FH ekki verið með betri mann í markinu að mínu mati," segir Guðmundur.

KR aldrei treyst Þorsteini almennilega
Guðmundur var í vikulegri yfirferð yfir Pepsi-deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær og ræddi þar meðal annars um Breiðablik.

„Þeim vantar senter til að koma sér upp í fyrsta sætið. Ellert (Hreinsson) hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar," segir Guðmundur en Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður KR, hefur sterklega verið orðaður við Blika.

Þorsteinn er með málin í sínum höndum og getur yfirgefið KR ef hann vill samkvæmt klásúlu í samningi hans. Hvað myndi Guðmundur gera í stöðu Þorsteins?

„Ég myndi fara. Það er eflaust frábært að vera hjá KR en þeir kaupa Hólmbert inn í liðið og það eru skýr skilaboð. KR-ingar hafa aldrei treyst Þorsteini almennilega eftir að hann kom þangað. Ef ég væri Þorsteinn myndi ég klára tímabilið hjá liði sem vill virkilega fá þig."

Milos sleppur undan gagnrýni
Það er einnig fallbaráttuslagur í kvöld þar sem Víkingur fær Keflavík í heimsókn. Milos Milojevic stýrir Víkingum einn eftir að Ólafur Þórðarson var rekinn. Guðmundur er ekki hrifinn af því hvernig Víkingar leystu það mál.

„Mér finnst þetta stórfurðulegt. Ef þú ræður tvo menn til að vera báðir aðalþjálfarar þá hljóta báðir að þurfa að fara þegar það er farið út í þetta. Þeir hljóta að eiga taka sömu ábyrgð og mér finnst Milos sleppa rosalega undan allri gagnrýni,"

„Það er spurning hvað Víkingar gefa honum núna marga leiki til að snúa þessu við. Hann er náttúrulega búinn að vera með í þessu í sumar."

Leikir dagsins
17:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
20:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Sjá einnig:
Útvarpsþátturinn í heild sinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner