Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   sun 19. júlí 2015 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jörundur Áki: Yrði stórt áfall fyrir FH að taka ekki titilinn
FH fær KR í heimsókn í kvöld.
FH fær KR í heimsókn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara allt undir hjá Fimleikafélaginu," segir Jörundur Áki Sveinsson sem var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Það er risaleikur í Pepsi-deildinni í kvöld þegar FH og KR eigast við í Kaplakrikanum.

FH-ingar hafa ekki tekið titil síðan 2012, eru dottnir út úr bikarnum og í erfiðri stöðu í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Þeir leggja allt í sölurnar til að ná stóra bikarnum í Krikann aftur. Það er eiginlega eina von þeirra til að gera eitthvað á þessu tímabili. Miðað við hvernig þessi lið hafa verið að spila undanfarið er KR á þvílíku skriði."

KR er aðeins stigi á eftir FH sem er í toppsætinu. Jörundur þekkir vel til í Krikanum enda fyrrum aðstoðarþjálfari FH.

„Þeir eru með virkilega flott lið. Við höfum ekki séð flugeldasýningar frá FH en vélin mallar. Það er svakalegur heildarbragur á þessu liði og það virðist vera alveg sama hver kemur inn. Það yrði rosalegt áfall fyrir FH ef liðið næði ekki að vinna titilinn."

„Oft hefur það verið þannig að FH hefur farið almennilega í gang í seinni umferðinni. Þá kemur breiddin sér vel og þegar álagið er sem mest finnst mér FH spila hvað best. Þegar mest er undir spilar liðið best enda með fáránlega flotta karaktera og sigurvegara sem þekkja tilfinninguna að vinna."

„Þessi leikur gæti orðið svakalega skemmtilegur. Það er alltaf mikil dramatík og stuð milli þessara liða," segir Jörundur en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Leikir dagsins
17:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
20:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Sjá einnig:
Útvarpsþátturinn í heild sinni

Sjá einnig:
Útvarpsþátturinn í heild sinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner