Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 19. júlí 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Safnað fyrir höggmyndum af íslenskum landsliðsmönnum
Höggmynd í vinnuferli af Ara Skúlassyni landsliðsmanni sem liggur á maganum á meðan er verið að höggva út og laga til á honum höndina.
Höggmynd í vinnuferli af Ara Skúlassyni landsliðsmanni sem liggur á maganum á meðan er verið að höggva út og laga til á honum höndina.
Mynd: Jóhann Sigmarsson
Jóhann Sigmarsson á vinnustofu sinni.
Jóhann Sigmarsson á vinnustofu sinni.
Mynd: .
Búið er að hefja söfnun á Karolinafund fyrir viðarhöggmyndir af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta úr yfir 100 ára gömlum drumbum frá Reykjavíkurhöfn.

Jóhann Sigmarsson sér um verkið en hann er búsettur í Vilnius í Litháen þar sem hann vinnur höggmyndirnar.

„Hugmyndin er að skapa 7 gegnheilar viðar höggmyndir úr yfir 100 ára gömlum bryggjudrumbum frá Reykjavíkurhöfn af völdum liðsmönnum úr Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fullri stærð og setja saman í eina heild," sagði Jóhann við Fótbolta.net.

„Reynt verður að líkja eftir öllum hetjunum okkar og hafa þá eins nákvæma eins og mögulegt er í stellingunni þegar að liðið tekur Víkingaklappið. Hér er sögu, menningu og íþróttum spinnað saman í eitt form."

„Formaður og stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur lýst yfir áhuga sínum á verkefninu og telur að listaverkið “Víkingaklappið” muni vekja mikla athygli fyrir sköpun þess og fanga vel heimsfrægt augnablik í íþróttasögu þjóðarinnar. Áætlað er að setja “Víkingaklappið” upp fyrir utan aðalleikvanginn í Laugardal með áletruðum skjöld um viðkomandi styrkraraðila og stuðningsmanna."

„Kann það að draga þar að fjölmarga ferðamenn og einnig íbúa borgarinnar. Knattspyrnusamband Íslands getur vel mögulega komið að fjármögnun á slíku verki með öðrum áhugasömum aðilum."


Smelltu hér til að styrkja söfnunina á Karolinafund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner