Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fös 19. júlí 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Kristian Nökkvi spilaði annan daginn í röð - Everton fékk á sig þrjú mörk gegn írsku liði
Kristian Nökkvi spilaði annan daginn í röð
Kristian Nökkvi spilaði annan daginn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Youssef Chermiti skoraði tvö á tveimur mínútum fyrir Everton
Youssef Chermiti skoraði tvö á tveimur mínútum fyrir Everton
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði annan daginn í röð er Ajax lagði Olympiakos að velli, 1-0, í æfingaleik í dag.

Kristian Nökkvi spilaði seinni hálfleikinn í 2-1 sigrinum á Al-Wasl í gær og spilaði þá síðasta hálftímann gegn Olympiakos í dag.

Ajax er á fullu að undirbúa sig fyrir forkeppni Evrópudeildarinnar en liðið mætir Vojvodina frá Serbíu í næstu viku.

Enska úrvalsdeildarliðið Everton lenti þá í töluverðu basli með Sligo Rovers frá Írlandi en leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli.

Sligo Rovers var 2-0 yfir í hálfleik áður en Mason Holgate minnkaði muninn. Írska liðið bætti við þriðja markinu snemma í síðari hálfleiknum en undir lok leiks skoraði hinn tvítugi Youssef Chermiti tvö mörk á tveimur mínútum fyrir Everton.

Ajax 1 - 0 Olympiakos
1-0 Carlos Forbs ('43 )

Sligo Rovers 3 - 3 Everton
1-0 Luke Pearce ('35 )
2-0 Kyle McDonagh ('41 )
2-1 Mason Holgate ('53 )
3-1 Muldoon ('57 )
3-2 Youssef Chermiti ('84 )
3-3 Youssef Chermiti ('86 )

Nottingham Forest 1 - 1 Sunderland
0-1 Jack Clarke ('39, víti )
1-1 Omar Richards ('48 )

Crystal Palace 1 - 1 Charlton
0-1 Chuks Aneke ('38 )
1-1 Jesuran Rak-Sakyi ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner