Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Emery ánægður með ungu strákana
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með 3-0 sigur liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í kvöld.

Arsenal fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Chelsea en Emery þekkir þessa keppni inn og út.

Lið hans byrjaði á sigri í kvöld en Bukayo Saka skoraði eitt og lagði upp tvö. Þessi 18 ára gamli leikmaður átti sendinguna í marki Joe Willock áður en hann skoraði sjálfur á 85. mínútu. Hann lagði svo upp mark fyrir Pierre-Emerick Aubameyang til að gulltryggja sigurinn.

„Við vissum að þetta yrði erfitt í kvöld. Þeir féllu til baka og voru mjög djúpir. Það skapaði mikið af vandamálum fyrir okkur," sagði Emery.

„Við vorum góðir í að vinna boltann og ungu leikmennirnir sýndu hvað það er mikið sjálfstraust í þeim og tóku áhættur. Það geta allir verið ánægðir með þetta og að komast áfram í þessari keppni er mikilvægt," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner