Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xhaka hefur þjálfað Nwaneri: Langt á undan jafnöldrum sínum
Mynd: Getty Images

Ethan Nwaneri er yngsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann er 15 ára. Hann kom inná sem varamaður í liði Arsenal gegn Brentford um helgina.


Granit Xhaka var fyrirliði liðsins í fjarveru Martin Ödegaard en Xhaka er mjög spenntur fyrir framtíð Nwaneri.

„Hann er fimmtán ára, fimmtán árum yngri en ég. Þegar maður horfir á hann virðist hann eldri, félagið má vera stolt af leikmanni eins og honum," sagði Xhaka.

„Ég er að vinna í að fá þjálfararéttindi og ég hef þjálfað u16 liðið. Maður sér mikinn mun á honum og hinum strákunum, hann er mjög, mjög einstakur."

Leikmaður Brentford trúði ekki sínum eigin augum.

„Ég sagði einum leikmanni Brentford að hann væri fimmtán ára og hann svaraði: Sjitt, við erum orðnir svo gamlir."


Athugasemdir
banner
banner