Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
   þri 19. september 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís á léttu nótunum: Kemur örugglega önnur skemmtilegri í staðinn
watermark Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst vel í mig, við erum spenntar að spila við góð lið í Þjóðadeildinni," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, fyrir æfingu dagsins.

Framundan eru leikir við Wales og Þýskaland í nýrri Þjóðadeild. Fyrri leikurinn er heima gegn Wales og seinni leikurinn í þessum landsleikjaglugga fer svo fram í Þýskalandi.

„Voða lítið," sagði hreinskilin Sveindís sem brosti þegar hún var spurð hvort hún vissi hvernig Þjóðadeildin virkaði. Keppnisfyrirkomulagið er ekki það einfaldasta. „Ég veit bara að við þurfum að vinna leikina. Ég er ekkert mikið að pæla í öðru, en við auðvitað förum í alla leiki til að vinna."

„Við erum nýkomnar saman, vorum á fundi og erum búnar að fara nokkuð vel yfir þetta. Við spiluðum við þær fyrir nokkrum mánuðum, erum með einhverjar klippur úr leikjum sem við ætlum að bæta og eitthvað sem við ætlum að nýta sem við gerðum vel."

„Stemningin er mjög góð, nokkrar nýjar og það er gaman að fá ný andlit. Það er alltaf gaman að koma hingað og gaman að sjá stelpurnar."


Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru góðar vinkonur en engin Cecilía er í hópnum vegna meiðsla sem hún varð fyrir á dögunum.

„Það er rétt, það er smá vont - högg. En það kemur einhver önnur, skemmtilegri örugglega, í staðinn," sagði Sveindís á léttu nótunum.

Spennandi deild
Tímabilið í Þýskalandi er nýfarið af stað og vann Wolfsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Deildin úti er spennandi, held hún sé að verða betri og alltaf erfitt að spila fyrsta leik - maður veit ekki mikið um andstæðinginn. Við byrjuðum vel og það er fyrir öllu," sagði Sveindís sem skoraði þriðja markið í 3-0 sigri.

Þýsku meistararnir í Bayern, helsti samkeppnisaðili Wolfsburg, tapaði stigum í fyrstu umferðinni. Setur það blóð á tennur Úlfynjanna í Wolfsburg?

„Ég veit það ekki, það byrjaði eins hjá þeim í fyrra, gerðu jafntefli í fyrsta leik en unnu svo deildina. Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna."

Uppáhaldsstaðan er að byrja inn á
Sveindís var spurð hvort eitthvað benti til þess að hún væri eða yrði í öðruvísi hlutverki hjá Wolfsburg á síðasta tímabili.

„Já og nei. Við erum með ógeðslega marga sóknarmenn og þjálfararnir eiga alltaf mjög erfitt með að velja liðið. Ég vona að ég fái að byrja inn á í sem flestum leikjum. En ég er allavega ennþá á kantinum."

„Hægri eða vinstri, alveg sama. Uppáhaldsstaðan mín er að byrja inn á,"
sagði Sveindís á léttu nótunum. „Kanturinn er uppáhaldið, en ég er til í að spila bara hvar sem er."

Markmiðið hjá Wolfsburg er að vinna deildina. „Alveg 100%, Wolfsburg á alltaf að vera í toppbárattu eða vinna deildina. Við viljum auðvitað líka taka bikarinn, það er hefð eiginlega bara. Okkur langar að gera betur en í fyrra," sagði Sveindís.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner