Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 19. september 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís á léttu nótunum: Kemur örugglega önnur skemmtilegri í staðinn
Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst vel í mig, við erum spenntar að spila við góð lið í Þjóðadeildinni," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, fyrir æfingu dagsins.

Framundan eru leikir við Wales og Þýskaland í nýrri Þjóðadeild. Fyrri leikurinn er heima gegn Wales og seinni leikurinn í þessum landsleikjaglugga fer svo fram í Þýskalandi.

„Voða lítið," sagði hreinskilin Sveindís sem brosti þegar hún var spurð hvort hún vissi hvernig Þjóðadeildin virkaði. Keppnisfyrirkomulagið er ekki það einfaldasta. „Ég veit bara að við þurfum að vinna leikina. Ég er ekkert mikið að pæla í öðru, en við auðvitað förum í alla leiki til að vinna."

„Við erum nýkomnar saman, vorum á fundi og erum búnar að fara nokkuð vel yfir þetta. Við spiluðum við þær fyrir nokkrum mánuðum, erum með einhverjar klippur úr leikjum sem við ætlum að bæta og eitthvað sem við ætlum að nýta sem við gerðum vel."

„Stemningin er mjög góð, nokkrar nýjar og það er gaman að fá ný andlit. Það er alltaf gaman að koma hingað og gaman að sjá stelpurnar."


Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru góðar vinkonur en engin Cecilía er í hópnum vegna meiðsla sem hún varð fyrir á dögunum.

„Það er rétt, það er smá vont - högg. En það kemur einhver önnur, skemmtilegri örugglega, í staðinn," sagði Sveindís á léttu nótunum.

Spennandi deild
Tímabilið í Þýskalandi er nýfarið af stað og vann Wolfsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Deildin úti er spennandi, held hún sé að verða betri og alltaf erfitt að spila fyrsta leik - maður veit ekki mikið um andstæðinginn. Við byrjuðum vel og það er fyrir öllu," sagði Sveindís sem skoraði þriðja markið í 3-0 sigri.

Þýsku meistararnir í Bayern, helsti samkeppnisaðili Wolfsburg, tapaði stigum í fyrstu umferðinni. Setur það blóð á tennur Úlfynjanna í Wolfsburg?

„Ég veit það ekki, það byrjaði eins hjá þeim í fyrra, gerðu jafntefli í fyrsta leik en unnu svo deildina. Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna."

Uppáhaldsstaðan er að byrja inn á
Sveindís var spurð hvort eitthvað benti til þess að hún væri eða yrði í öðruvísi hlutverki hjá Wolfsburg á síðasta tímabili.

„Já og nei. Við erum með ógeðslega marga sóknarmenn og þjálfararnir eiga alltaf mjög erfitt með að velja liðið. Ég vona að ég fái að byrja inn á í sem flestum leikjum. En ég er allavega ennþá á kantinum."

„Hægri eða vinstri, alveg sama. Uppáhaldsstaðan mín er að byrja inn á,"
sagði Sveindís á léttu nótunum. „Kanturinn er uppáhaldið, en ég er til í að spila bara hvar sem er."

Markmiðið hjá Wolfsburg er að vinna deildina. „Alveg 100%, Wolfsburg á alltaf að vera í toppbárattu eða vinna deildina. Við viljum auðvitað líka taka bikarinn, það er hefð eiginlega bara. Okkur langar að gera betur en í fyrra," sagði Sveindís.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner