Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 19. nóvember 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wycombe
Alex Þór: Reyndi að leiða strákana áfram
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson var fyrirliði íslenska U20 ára landsliðsins í 3-0 tapinu gegn Englendingum í kvöld en hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: England U20 3 -  0 Ísland U20

Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og munaði litlu að liðið myndi leiða þegar gengið var til búningsherbergja en í þeim síðari gekk enska liðið á lagið og skoraði þrjú mörk.

„Maður er alltaf stoltur að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og ég reyndi að leiða strákana áfram og í fyrri hálfleiknum vorum við að standa okkur vel. Við héldum þeim í skefjum og náum að skapa nokkur mjög góð færi en vantaði klíník sóknarleika og þá hefðum við farið 1-0 eða 2-0 yfir í hálfleik," sagði Alex Þór við Fótbolta.net.

„Það hefði verið högg í andlitið á þeim og gott að fara fullir sjálfstraust inn í hálfleik. Þetta er æfingaleikur en við komum í þennan leik sem hörkuleik og ætluðum að sýna hvað við gátum."

Alex segir getumuninn ekki mikinn á liðunum heldur vantaði herslumuninn í dag.

„Mér fannst það alls ekki. Fótbolti á þessu leveli eru pínulítil atriði hér og þar. Þeir skora úr fyrsta færinu á meðan við þurfum 3-4 til að skora, þar liggur munurinn."

Alex Þór var í því hlutverki að halda Angel Gomes, leikmanni Manchester United, í skefjum og tókst það ágætlega.

„Það er alltaf gaman að prófa sig á þeim bestu og mér fannst ég gera vel að halda honum og öðrum í skefjum. Þeir voru ekki að skapa eins mikið og þeir hefðu viljað og þá var kominn pirringur í þá. Þá er okkar djobb klárað," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner