Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   þri 19. nóvember 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wycombe
Alex Þór: Reyndi að leiða strákana áfram
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson var fyrirliði íslenska U20 ára landsliðsins í 3-0 tapinu gegn Englendingum í kvöld en hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: England U20 3 -  0 Ísland U20

Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og munaði litlu að liðið myndi leiða þegar gengið var til búningsherbergja en í þeim síðari gekk enska liðið á lagið og skoraði þrjú mörk.

„Maður er alltaf stoltur að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og ég reyndi að leiða strákana áfram og í fyrri hálfleiknum vorum við að standa okkur vel. Við héldum þeim í skefjum og náum að skapa nokkur mjög góð færi en vantaði klíník sóknarleika og þá hefðum við farið 1-0 eða 2-0 yfir í hálfleik," sagði Alex Þór við Fótbolta.net.

„Það hefði verið högg í andlitið á þeim og gott að fara fullir sjálfstraust inn í hálfleik. Þetta er æfingaleikur en við komum í þennan leik sem hörkuleik og ætluðum að sýna hvað við gátum."

Alex segir getumuninn ekki mikinn á liðunum heldur vantaði herslumuninn í dag.

„Mér fannst það alls ekki. Fótbolti á þessu leveli eru pínulítil atriði hér og þar. Þeir skora úr fyrsta færinu á meðan við þurfum 3-4 til að skora, þar liggur munurinn."

Alex Þór var í því hlutverki að halda Angel Gomes, leikmanni Manchester United, í skefjum og tókst það ágætlega.

„Það er alltaf gaman að prófa sig á þeim bestu og mér fannst ég gera vel að halda honum og öðrum í skefjum. Þeir voru ekki að skapa eins mikið og þeir hefðu viljað og þá var kominn pirringur í þá. Þá er okkar djobb klárað," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner