Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 19. desember 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Erna Guðrún og Selma Dögg úr FH í Víking (Staðfest)
Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erna Guðrún Steinsen Magnúsdóttir við undirskrift
Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erna Guðrún Steinsen Magnúsdóttir við undirskrift
Mynd: Víkingur R.
Hér eru þær ásamt John Andrews, þjálfara Víkings
Hér eru þær ásamt John Andrews, þjálfara Víkings
Mynd: Víkingur R.
Erna Guðrún Steinsen Magnúsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Víking, en báðar koma frá FH. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum.

Báðar eru fæddar 1997 og hafa spilað með FH síðustu ár. Erna er uppalin FH-ingu en Selma kom til félagsins frá Val árið 2015.

Þær eru að koma til baka eftir barnsburð og ákváðu að semja við Víking R. til næstu tveggja ára.

Selma, eins og áður segir, ólst upp hjá Val og kom við sögu í fjórum leikjum í deild- og bikar áður en hún hélt í FH árið 2015. Þessi öflugi miðjumaður hefur spilað 95 leiki í efstu tveimur deildunum og skorað sex mörk.

„Ég bý í næsta húsi við Víkina þannig að þetta var aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Liðið hefur verið á góðri siglingu síðastliðin ár og augljóst að markmiðin séu háleit þannig ég er meira en til í að taka þátt í þeirri veislu. Svo er Sölvi ekkert eðlilega ánægður með að Víkingur hafi orðið fyrir valinu hjá mér, þannig að þetta er allt saman bara eintóm gleði,“ sagði Selma við undirskrift.

Erna Guðrún er miðvörður að upplagi og spilað alla sína tíð fyrir uppeldisfélag sitt, FH. Hún á 131 leik og 6 mörk í deild fyrir félagið og þá flesta sem miðvörður.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég sem annað lið en mitt uppalda félag og er ég mjög ánægð að það sé Víkingur. Liðið, þjálfarateymið og aðstaðan líta mjög vel út. Ég er virkilega spennt fyrir næstu 2 árum með Víking sem verður ekkert nema stuð og gaman,“ sagði Erna Guðrún.

Víkingur hafnaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili með 38 stig, aðeins þremur stigum frá því að koma sér upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner