Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lloris: Ætlum ekki að finna einhverjar afsakanir
Hugo Lloris
Hugo Lloris
Mynd: EPA
Hugo Lloris, fyrirliði Frakklands, vildi ekki koma með neinar afsakanir eftir tap Frakka gegn Argentínumönnum á HM í gær.

Frakkar töpuðu í vítakeppni þar sem Argentínumenn skoruðu úr öllum spyrnum sínum á meðan Emiliano Martínez varði frá Kingsley Coman auk þess sem Aurélien Tchouameni skaut framhjá.

Fyrir leikinn voru nokkrir leikmenn Frakka að glíma við flensu en þeir náðu sér fyrir leikinn og spiluðu hann. Lloris vildi alls ekki finna afsakanir fyrir tapinu og segist ánægður með margt úr leiknum.

„Flensan? Við ætlum ekki að finna einhverjar afsakanir. Við gáfum allt í þetta og svindluðum ekki. Við verðum að hrósa strákunum því héldum áfram fram að síðustu mínútu,“ sagði Lloris.

„Þetta er sársaukafull saga eða hún endar alla vega þannig. Það er alveg satt að við vorum ekki með í fyrri hálfleik af alls konar tæknilegum ástæðum. Við unnum ekki skallaeinvígi og þeir settu okkur í erfiða stöðu. Eðlilega þá tóku þeir forystuna en um miðjan síðari hálfleikinn kom stoltið og hæfileikar Kylian komu okkur aftur í 2-2. Þetta var eins og hnefabardagi, högg á móti högg. Argentína byrjaði vel, voru grimmir og nýttu sér allt sem leikurinn hafði upp á að bjóða. Við vorum afturhaldssamir allt kvöldið,“ sagði Lloris í lokin.
Athugasemdir
banner
banner